Líkaminn okkar

Þegar maður eldist þá er margt sem breytist í líkamanum, orkan minkar, kílóin bætast á og ekki eins auðvelt að ná þeim aftur af, maður þarf meiri svefn.  Þegar maður dettur inn í þennan aldurspakka þá skiptir máli að hafa réttu vítamínin, að borða rétt og passa að hvíldin sé til staðar. 

Vítamín, til hvers segja margir, maður fær allt úr þeim afurðum sem maður fær daglega, þessu er ég bara ekki sammála.  Áður en ég fékk ráðleggingu um hvaða vítamín ég þyrfti þá var ég með mikið slen, átti erfitt með að vakna á morgnanna og  var alltaf þreytt, eftir að ég hóf töku á réttum vítamínum þá hafa   allir þessi liðir horfið, ég þarf minni svefn og sef betur, ég er miklu orkumeiri og nú er klukkan ekki snúsuð á morgnanna, ég ætlaði í raun ekki að trúa þessu, og það sem mér finnst frábærast við þetta allt er að ég finn mun á mér ef ég gleymi að taka vítamínin mín á morgnana.

Sykurinn er líka hluti af orkuleysi og sleni, maður trúir því ekki fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur hvað þetta spilar saman, hætta að borða allan þennan sykur og taka réttu vítamínin, það fer allt of mikil orka í að melta allan þennan viðbótasykur, nú tala ég af eigin reynslu.

Nú fer þessari vegferð senn að ljúka, vika níu að byrja og allar erum við enn á fullu, það sem einkennir okkur fimm, að mér finnst, er að það hefur ekki verið nein uppgjöf, jú smá væl um að við stöndum í stað, en það tók yfir stuttan tíma.  Allar staðráðnar í að halda áfram, áfram að gera enn betur í dag en gert var í gær.  Sumarið er vonandi á næsta leiti og því fylgir alltaf töluvert af freistingum, grillveislur og stemming.  Allt er gott í hófi reynir maður þá að segja við sjálfan sig, leifa sér smá en sleppa sér ekki. 

 

Heyrumst eftir viku

kveðja

Unnu Elva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband