10 vikur

 

 

Þá er vegferðinni góðu lokið, já ótrúlegt en satt 10 vikur búnar.  Árangur stóð ekki á sér, missti  tæp 8% af fitu og tæp 13 kg.  Markmiðin mín í þessari vegferð voru 10 kg en í heildina 16 kg nú eru rúm þrjú erfið kíló eftir.

Ég er í skýjunum, þetta var ekkert mál, bara að koma sér upp úr blessuðum sófanum og fara að hreyfa sig,  skipta yfir í rétt mataræði og vera með réttu vítamínin, allt spilar þetta inn í þennan flotta árangur en ég er ekki hætt.  Ég ætla að halda áfram að taka einu æfingu á dag og fara eftir hlaupaprógrammi sem ég fæ sent einu sinni í viku.  1. okt ætlum við stelpurnar að hittast aftur þar sem hún Anna ætlar að mæla okkur, það hjálpar manni í gegnum grillsumarið mikla. Ég á von á sól í sumar í Reykjavík.   

 

Veturinn var miklu fljótari að líða, af hverju, jú viku eftir viku biðu spennandi tímar í Hreyfingu með frábærum kennurum og frábærum hóp af stelpum, ég hef skrifað um það áður að það skiptir svo miklu máli að hafa góða æfingafélaga með sér sem eru með sömu markmið og maður sjálfur, í þessu tilfelli að léttast og komast í betra form. 

Annað sem ég fann sem skipti miklu máli að maðurinn minn ákvað að sneiða fram hjá sykri eins og ég. Við vorum að koma úr fríi þar sem ég þurfti að halda mínum markmiðum áfram, að hreyfa mig, borða holt og sykurlaust. Við fórum bæði út að hreyfa okkur á hverjum morgni og stundum tvisvar á dag, það var mikil hvatning að hafa hann með sér.    

Þetta er búið að vera rosalega gaman, rosalega hvetjandi tími og ekki spurning smá pressa í gangi.  Ég hvet alla þá sem þurfa að fara þessa vegferð að drífa sig á stað, ekki segja „ég byrja í haust“ og úða svo í sig í allt sumar,  byrjið strax, það verður ekkert auðveldara að byrja á morgun eða í haust.

 

Takk fyrir mig

Unnur Elva


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband