Léttist um páskana

 Nú eru páskarnir að baki, hátíð sem hefur farið í að borða góðan mat, páskaegg og eftirrétti, en ekki þessa páska, þar sem ég fékk þetta frábæra tækifæri með Hreyfingu og Mörtu ákvað ég að hafa þessa páska með allt öðru sniði. Ég mætti á æfingu á hverjum degi, borðaði ekkert páskaegg og matur var í hófi. Í stað þess að úða í mig rjómasósum og kartöflum fullar af smjöri, bjó ég til með steikunum girnileg sallöt með margvíslegum tegundum af grænmeti og setti síðan döðlur út á, þetta gerði það að verkum að löngun í sósur hvarf, einnig notaði ég sætar kartöflu sem fengu þann heiður að bakast í ofni. Ég passaði að eiga fullt af ávöxtum og góðar hnetur sem ég greip í þegar mig langaði í eitthvað. Það var eitt kvöld sem ég átti pínu bágt, en notaði þá ráðið hennar Ágústu í Hreyfingu, fékk mér popp og vatn

 

 Þannig að þegar ég steig á vigtina í dag þá hafði ég lést. Ég man bara ekki eftir því að hafa lést um páskana áður. Þetta er bara svo létt, þegar maður hefur þennan stuðning þá gengur þetta miklu betur. Pressan líka í að standa sig kemur kláralega sterk þarna inn, nýta þetta tækifæri til fulls.

 

 Þrekið hefur aukist, ég er farin að geta hlaupið lengur en áður, ég hef verið að bæta mig núna í hverri viku. Tel ég því að þakka meðal annars frábæran vítamín pakka sem Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti hjá Heilsuhúsinu setti saman fyrir mig, Um er að ræða vítamín og bætiefni frá Solaray sem Heilsuhúsið er með í sölu.

Þangað til næst

Kveðja

Unnur Elva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband